Slíkir staðir eru ætlaðir fullorðnu fólki 20 ára og eldri og geta ekki talist heppilegir samkomustaðir ungmenna. Nóg er til af íþróttahúsnæði, félagsheimilum og öðru húsnæði sem hentar mun betur undir ungmennasamkomur. Stjórn Heimilis og skóla skorar á sveitarfélög að móta skýra stefnu um málið og vera öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni. Heimili og skóli fagna áskorun Foreldraráðs Hafnarfjarðar til Hafnarjarðarbæjar um að móta sér skýra stefnu í þessu máli og vera fyrirmynd annarra sveitarfélaga.