SportTV sýnir beint frá 1. deildinni í sumar

SportTV hóf tilraunaútsendingar frá 1. deild karla í knattspyrnu í gær er leikur Víkings og Fjarðabyggðar var sýndur í beinni útsendingu. Búið er að ákveða hvaða leikir verða sýndir í næstu umferðum og er leikur ÍA og Þórs þann 5. júní meðal leikja sem sýndir verða.

Hægt verður að nálgast útsendingar á heimasíðu KSÍ. Leikirnir sem ákveðið hefur verið að sýna eru eftirfarandi:

HK – Þróttur               14. maí

ÍA – Fjölnir                 22. maí

Fjölnir – Þróttur           28. maí

ÍA – Þór                     5. júní

Nýjast