Soffía ráðin forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra

Soffía Gísladóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra og hefur hún þegar hafið störf. Soffía tekur við starfinu af Helenu Þuríði Karlsdóttur en alls bárust 47 umsóknir um stöðuna.  

Soffía hefur m.a. átt sæti í vinnumarkaðsráði Norðurlands eystra, tilnefnd að menntamálaráðuneyti og þá var hún framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar. Vinnumálastofnun heyrir undir félagsmálaráðherra og fer m.a. með yfirstjórn vinnumiðlunar í landinu og daglega afgreiðslu Atvinnuleysistryggingasjóðs. Meðal verkefna Vinnumálastofnunar er að halda skrá yfir laus störf sem í boði eru á landinu öllu, miðla upplýsingum um laus störf til atvinnuleitenda og veita þeim aðstoð  við að finna störf við hæfi, og aðstoða atvinnurekendur við ráðningu starfsfólks og veita þeim upplýsingar um framboð á vinnuafli.

Nýjast