Á Austurlandi er hálka og skafrenningur á Möðrudalsöræfum og í Fagradal. Snjóþekja og skafrenningur er á Fjarðarheiði. Ófært er um Vatnsskarð eystra en unnið er að mokstri. Hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum. Á Suðausturlandi er víða hálka. Á Vestfjörðum er ófært um Klettsháls og Þröskulda, beðið er með mokstur vegna veðurs. Hálka og skafrenningur er á Gemlufallsheiði, í Súgandafirði og Skötulsfirði. Þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi en þungfært er á Vatnsfjarðarhálsi. Hálka og skafrenningur er einnig á Steingrímsfjarðarheiði. Hálka er á Kleifaheiði og á fjallvegum á milli Patreksfjarðar og Bíldudal. Ófært er í Árneshreppi. Á Suðurlandi eru allir helstu vegir auðir, þó eru hálkublettir á Mosfellsheiði og í kringum Vík. Óveður er á Kjalarnesi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.