Snjómokstur hefur gengið vel á Akureyri

Snjómokstur hefur gengið vel síðustu daga, þrátt fyrir að töluvert hafi verið af þungum og blautum snjó í bænum, að sögn  Gunnþórs Hákonarsonar verkstjóra hjá framkvæmdamiðstöð Akureyrar.  

Hann segir að engin ófærð hafi skapast í bænum þar sem snjórinn hefur þjappast tiltölulega vel niður og þar að auki hefur gengið hratt að ryðja götur. Þegar mest lét voru 25 tæki við snjóhreinsun. Nú er komin hláka en Gunnþór sagðist litlar áhyggjur hafa af því þar sem að ekki sé frosið fyrir niðurföll á þessum tíma árs og þau ættu því að taka við vatninu. Gunnþór sagði að þrátt fyrir hamaganginn hafi allt gengið stóráfallalaust fyrir sig, þótt vissulega hafi smá tjón hlotist hér og þar.

Nýjast