Snjóframleiðsla hafin í Hlíðarfjalli

Snjóframleiðsla hófst í Hlíðarfjalli síðdegis og verða snjóbyssurnar 10 keyrðar á fullum krafti í nótt og vonandi alla næstu daga. Lágt rakastig er nú í fjallinu og aðstæður til snjóframleiðslu hinar ákjósanlegustu. Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli í síðasta lagi síðustu helgina í nóvember eða eftir rúman mánuð.

Nýjast