25. júní, 2010 - 21:56
Fréttir
Stúlka um tvítugt datt ofan af þaki á fjölbýlishúsi við Grænugötu á Akureyri um hálf fimm leytið í
dag. Stúlkan rann fram af þakinu og var þetta um 7 metra fall niður og lenti hún á grilli sem var þar fyrir neðan og virðist grillið hafa
dregið talsvert úr fallinu að sögn lögreglu. Þótt ótrúlegt sé, þá slapp hún óbrotin en læknar
fylgjast þó með henni. Tildrög þessa óhapps eru enn óljós sem og kringumstæður allar.