Skýrsla unnin um afleiðingar þess að Reykjavíkurflugvöllur verði aflagður í núverandi mynd

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti bókun á fundi sínum í gær með 11 samhljóða atkvæðum, þar sem bæjarstjóra er falið að láta vinna skýrslu um afleiðingar þess fyrir Akureyri og þá sem nýta sér Akureyrarflugvöll að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður af í núverandi mynd. Sérstaklega verði litið til öryggissjónarmiða, sem og efnahagslegra áhrifa við gerð skýrslunnar.  

Það var Njáll Trausti Friðbertsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks sem óskaði eftir að málefni Reykjavíkurflugvallar yrðu tekin til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar og hann lagði jafnframt fram bókunina. Það þar segir ennfremur. "Bæjarstjóri vinni verkefnið í samráði við bæjarstjórana á Ísafirði, Fljótsdalshéraði og í Vestmannaeyjum vegna hugsanlegrar aðkomu þeirra að verkefninu fyrir þeirra bæjarfélög. Bæjarstjóra einnig falið að upplýsa borgarstjóra um verkefnið."

Nýjast