Það var Njáll Trausti Friðbertsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks sem óskaði eftir að málefni Reykjavíkurflugvallar yrðu tekin til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar og hann lagði jafnframt fram bókunina. Það þar segir ennfremur. "Bæjarstjóri vinni verkefnið í samráði við bæjarstjórana á Ísafirði, Fljótsdalshéraði og í Vestmannaeyjum vegna hugsanlegrar aðkomu þeirra að verkefninu fyrir þeirra bæjarfélög. Bæjarstjóra einnig falið að upplýsa borgarstjóra um verkefnið."