11. ágúst, 2008 - 10:04
Fréttir
Félag ábyrgra foreldra framkvæmdi í gærkvöldi fyrsta lið 4 vikna mótmæla sem félagið stendur fyrir. Félagsmenn
mættu við Héraðsdóm norðurlands eystra og letruðu á stétt fyrir utan héraðsdóm ,skilaboð til stjórnvalda.
Áletrunin hljóðaði svo: “Troðið á rétti barna! –F rumvarp Daggar úr allsherjarnefnd og til umræðu.” Með
þessum skilaboðum vill félagið mótmæla að barnalagafrumvarp Daggar Pálsdóttur alþingiskonu var ekki afgreitt úr allsherjarnefnd fyrir
þinglok í vor.Samkvæmt upplýsingum frá Jóhanni Kristjánssyni talsmanni félagsins mun félagið á næstu 4 vikum viðhalda
áletruninni og einnig setja fleiri slíkar áletranir víða um bæinn. Félagið gefur ekki upp að svo stöddu hvar eða
hvenær næsta áletrun verður sett niður, en mikil leynd hvíldi einnig yfir fyrstu mótmælaaðgerðum félagssins.