Þar verður aðstaða til móttöku, umhleðslu og flokkunar á úrgangi og endurvinnsluefnum og einnig aðalstöðvar Gámaþjónustu Norðurlands ehf. Í þessum fyrsta áfanga verður reist um 1.000 fermetra hús, eða límtrésskemma, þar sem undirstöður, gólf, stoðveggir, eru steypt. Kostnaður er áætlaður tæpar 80 milljónir króna og er stefnt að því að hefja framkvæmdir í næsta mánuði.