Gangi niðurskurðartillögurnar eftir þarf að leggja niður sjúkradeild HÞ á Húsavík og munu 60-70 starfsmenn missa vinnuna sem ættu
nánast enga möguleika á að finna sér sambærileg störf á Húsavík. Afleyðingarnar yrðu aukinn fólksflótti frá
svæðinu sem þegar hefur þurft að takast á við fækkun íbúa og starfa á undanförnum árum. Með skjaldborginni í dag
sýndu Húsvíkingar það í verki að þeir samþykkja ekki þessar fyrirætlanir stjórnvalda og munu standa saman á bak við
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga um ókomna tíð.
Skipuleggjendur skjaldborgarinnar voru að vonum ánægðir með mætinguna sem fór fram úr þeirra björtustu vonum. Þegar búið var
að umkringja spítalann var ákveðið að nýta tækifærið og slá skjaldborg um húsnæði sýslumannsembættisins
á Húsavík sem einnig verður verulega skorið niður í fjárlögum næsta árs, sjái stjórnvöld ekki að sér,
segir á vef stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum.