Skíðavertíðin í Hlíðarfjalli fer vel af stað

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli var opnað formlega í gær og segir Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður að skíðavertíðin hafi farið vel af stað. Um 300-400 manns komu á skíði í gær og gekk allt eins og í sögu. Guðmundur segir að færið sé gott og að ágæt veðurspá sé fyrir helgina. Í dag verður opið í Hlíðarfjalli frá kl. 14-19.  

Um helgina verður skíðasvæðið opið frá kl. 10-16 og miðað við fyrirspurnir og pantanir á Guðmundur von á fjölda fólks á skíði. "Við höldum hér ótrauð áfram þar sem frá var horfið í fyrra." Töluvert hefur snjóað í Hlíðarfjalli, auk þess sem þar hefur verið umfangsmikil snjóframleiðsla síðustu vikur. Skíðasvæðið verður svo opið áfram, nema hvað lokað verður á mánudögum og þriðjudögum fram í miðjan desember.

Nýjast