Tvær lyftur verða gangsettar á fimmudag, Fjarkinn og Hólabraut "og svo dettur Strompurinn inn í framhaldinu," segir Guðmundur Karl. Þá er gert ráð fyrir að ný byrjendalyfta, Skálabraut, sem er við hliðina á Hólabraut, verði tekin í notkun í næsta mánuði. Opið verður frá kl. 16-19 á fimmtudag, frá kl. 14-19 á föstudag og um helgina frá kl. 10-16. Gönguskíðabrautin í Hlíðarfjalli var opnuð laugardaginn 6. nóvember og segir Guðmundur Karl að göngufólk hafi verið duglegt að mæta í fjallið þegar aðstæður hafa verið í lagi.