Sjúkrahúsið á Akureyri fékk 45 milljónir króna að gjöf

Gjafasjóður Sjúkrahússins á Akureyri fékk veglega gjöf á dögunum, er aðili sem ekki vill láta nafn síns getið, styrkti sjóðinn um 45 milljónir króna. Þessi gjöf er ein sú stærsta sem Sjúkrahúsið hefur fengið frá upphafi og verður fjárhæðinni varið til kaupa á tækjum og búnaði, segir á vef FSA.

Nýjast