Sjónvarpsstöðin N4 á Akureyri lýst gjaldþrota

Sjónvarpstöðin N4 á Akureyri hefur verið lýst gjaldþrota. Sjónvarpstöðin mun halda áfram útsendingum undir sama nafni en stærsti hluthafi stöðvarinnar hefur tekið við rekstrinum.  

Öllum átta starfsmönnum sjónvarpstöðvarinnar N4 var sagt upp störfum þegar fyrirtækið var lýst gjaldþrota. Sex þeirra voru endurráðnir hjá fyrirtækinu Extra sem var stærsti hluthafi stöðvarinnar. Þorvaldur Jónssonar eigandi Extra segir á vef RÚV, að fyrirtækið muni halda áfram að senda út sjónvarpsefni undir merkjum N4.

N4 var stofnað þann 1. maí 2006 þegar Samver, Extra dagskráin, Smit kvikmyndagerð og Traustmynd sameinuðust undir einn hatt, en áður hafði Samver rekið sjónvarpsstöðina Aksjón. N4 rekur tvo miðla; N4 Extra dagskrána og N4 Sjónvarp Norðurlands.

Nýjast