Sjö leikmenn meistaraflokks Þórs í knattspyrnu karla skrifuðu í gær undir nýjan samning við félagið en frá þessu er greint á heimasíðu Þórs. Þetta eru þeir Ármann Pétur Ævarsson, Atli Jens Albertsson, Atli Sigurjónsson, Ottó Hólm Reynisson, Sveinn Óli Birgisson, Sveinn Elías Jónsson og Jóhann Helgi Hannesson.
Þá var Halldór Ómar Áskelsson ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins en hann mun taka við af Hreini Hringssyni. Halldór gerði þriggja ára samning við félagið. Magnús Ingi Eggertsson, formaður leikmannaráðs karla hjá Þór, sagði við undirritunina að allir aðrir leikmenn liðsins væru búnir lýsa því yfir að þeir muni framlengja sína samninga við félagið.