Sjö keppendur frá Óðni keppa á alþjóðlegu sundmóti

Sjö keppendur frá Sundfélaginu Óðni voru valdir til að keppa fyrir Íslands hönd á alþjóðlegu sundmóti sem haldið verður í Hafnarfirði næstkomandi helgi. Alls eru íslensku keppendurnir 35. Um er að ræða mót sem kallast Sundkeppni smáþjóða og er nú haldið í annað sinn.Keppendur koma frá Andorra, San Marino, Danmörku, Færeyjum og Lúxemborg, auk þess sem nokkur íslensk félagslið taka þátt.

Keppendur Óðins eru Halldóra S. Halldórsdóttir, Erla Hrönn Unnsteinsdóttir, Bryndís R. Hansen, Hildur Þ. Ármannsdóttir, Júlía Ýr Þorvaldsdóttir, Oddur Viðar Malmquist og Freysteinn Viðar Viðarsson.

Nýjast