Sjálfsbjörg á Akureyri og nágrenni 50 ára í dag

Í dag eru liðin 50 frá stofnun Sjálfsbjargar á Akureyri og nágrenni. Félagið er meðal elstu félags fatlaðra í landinu  og var stofnað á Hótel KEA miðvikudaginn 8. október 1958.  

Félagið hefur alla tíð verið öflugur málsvari fatlaðra; hefur rekið endurhæfingarstöðina Bjarg og var um árabil í fararbroddi framleiðslu plastefnis fyrir raflagnir, framleiðslu fiskikassa og á síðar plastpoka, og rak í því sambandi vinnustað fyrir fatlaða. Iðjulundur Bjarg á Akureyri tók síðar við hlutverki þess vinnustaðar að hluta til. Í tilefni afmælisins er m.a.  gefið út veglegt afmælisrit. Allir geta orðið félagar í Sjálfsbjörg, annaðhvort sem aðalfélagar eða stuðningsfélagar. Félagið rekur öfluga sjúkra- og iðjuþjálfun í húsnæði sínu að Bugðusíðu 1 á Akureyri. Núverandi formaður félagsins er Herdís Ingvadóttir, en framkvæmdarstjóri þess er Pétur Arnar Pétursson.

Nýjast