Veislan hefst í dag, þriðjudag en þá mun hljómveitin heimsækja Kringluna og Smáralind og leika fyrir gesti og gangandi kl. 16.30. Einnig munu
blásarar sveitarinnar leika í verslun IKEA í Garðabæ kl. 12. Efnisskráin á þessum viðburðum verður létt og skemmtileg og og
veitir starfsfólki og viðskipavinum kjörið tilefni til að gleyma hversdagsamstrinu um stund.
Kristján Jóhannsson í Háskólabíói
Laugardaginn 1. nóvember kl. 17.00 er síðan komið að stórtónleikum í Háskólabíói. Þar leiða saman hesta
sína hljómsveitin undir stjórn Petri Sakari og stórtenórinn Kristján Jóhannsson. Það eru átta ár síðan
Kristján söng síðast með hljómsveitinni og því kærkomið tækifæri til að njóta listar stórsöngvarans, sem
vitaskuld er óþarfi að kynna frekar. Á efnisskránni eru íslenskar söngperlur og frægar aríur eftir Puccini og Leoncavallo. Auk þess
verður leikin fimmta sinfónía Beethovens, karnivalforleikur Dvoráks og tveir kaflar úr hinni ástsælu tónlist Griegs við Pétur Gaut.
Miðaverð á þessa tónleika verður aðeins 1.000 krónur.
Tónleikaferð norður og austur
Strax eftir helgina heldur hljómsveitin í tónleikaferð, þó leiðin verði ekki eins löng og áður var gert ráð fyrir.
Þriðjudaginn 4. nóvember verður hljómsveitin ásamt Kristjáni Jóhannssyni á Akureyri og leikur sömu efnisskrá og á
tónleikunum í Háskólabíói í íþróttahúsi Síðuskóla. Líkt og í
Háskólabíói verður miðaverð á tónleikana á Akureyri aðeins 1.000 kr. Þeir tónleikar hefjast kl. 20.00. Miðasala
verður við innganginn, en einnig er hægt að tryggja sér miða á www.sinfonia.is eða í síma 545 2500.