Kostnaðaráætlun hönnuða hljóðaði upp á tæpar 32,2 milljónir króna og voru 6 tilboð undir henni. Stálborg ehf. í Hafnarfirði átti næst lægsta tilboð, um 25,6 milljónir króna, Íslenska Gámafélagið í Reykjavík bauð tæpar 26 milljónir króna, Sigurgeir Svavarsson ehf. á Akureyri bauð tæpar 27 milljónir króna, Katla ehf. í Dalvíkurbyggð bauð rúmar 27,8 milljónir og Mikael ehf. á Hornafirði bauð 31 milljón króna. Fyrirtækið Spor 33 ehf. á Akureyri bauð rúmar 33,4 milljónir króna og VK-verktakar Reykavík buðu 39,9 milljónir króna. Samkvæmt helstu verkþáttum á að leggja lagnir fyrir vatn og rafmagn, byggja undirstöðu ljósamasturs og undirbyggja og steypa 1.711 fermetra þekju. Verkinu skal lokið eigi síðar en 30. apríl á næsta ári.