26. september, 2010 - 18:19
Fréttir
Ísland tapaði fyrir Hvít-Rússum í dag í jöfnum og spennandi leik, 9-10, í C-keppni Evrópumótsins í krullu. Íslenska
liðið lenti undir, 0-5, strax í upphafi, komst síðan yfir, 9-8, en fékk svo á sig tvö stig í lokaumferðinni. Í morgun unnu
Íslendingar unnu Serba, 8-5, og hefur liðið því unnið fjóra leiki á mótinu en tapað einum.