Liðsmenn eru allir frá Skautafélagi Akureyrar, þeir Haraldur Ingólfsson (fyrirliði), Jens Kristinn Gíslason, Sveinn H. Steingrímsson og Sævar Örn Sveinbjörnsson. Ísland leikur einnig við Slóvakíu, Tyrkland, Serbíu, Hvíta-Rússland og Litháen. Tvö efstu sætin í C-flokki gefa keppnisrétt í B-flokki, en sú keppni fer fram í Champery í Sviss í byrjun desember.