Á sama tíma tapaði KA 0-1 fyrir toppliði ÍBV á Hásteinsvelli í Eyjum. Atli Heimisson skoraði mark Eyjamanna á 66. mínútu. KA situr í áttunda sæti deildarinnar með átta stig en Þór er sæti ofar með níu stig.
Þá töpuðu Þórs/KA stúlkur sínum öðrum leik í röð í dag þegar liðið tapaði 0-1 gegn Aftureldingu í Landsbankardeild kvenna en leikið var á Varmárvelli. Þór/KA situr í sjöunda sæti deildarinnar með sjö stig eftir sjö leiki.