Horfir hann þar sérstaklega til Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, en samkvæmt fjárlagafrumvarpi er reiknað með um 40 % niðurskurði á þeirri stofnun (meira en nokkurri annarri) en ætla má að það kippi fótunum undan rekstri hennar. "Í þessu efni er brýnt að skoða mikilvægi sjúkraþjónustu á landinu öllu, með tilliti til aðgengis almennings að henni. Ég fer þess á leit að allir málsaðilar verði kallaðir á þennan fund; svo sem forstöðumenn, lykilmenn fagfélaga og ráðuneyta. Hér er um algera grunnstoð velferðarþjónustu að ræða og því brýnt að heilbrigðisnefnd sé upplýst um málið í hvívetna," segir Sigmundur Ernir í bréfi til nefndarmanna í heilbrigðisnefnd. Formaður nefndarinnar er Þuríður Backman þingmaður VG í Norðausturkjördæmi.