Kristján Möller samgönguráðherra stefnir að því að leiða lista flokksins í kjördæminu í kosningunum í vor, líkt og hann gerði fyrir síðustu kosningar. Þá mun Einar Már Sigurðarson bjóða sig fram í 2. sætið á lista flokksins en hann skipaði það sæti við síðustu alþingiskosningar. Hins vegar hefur Lára Stefánsdóttir varaþingmaður flokksins ákveðið að gefa ekki kost á sér en hún skipaði þriðja sæti á lista flokksins í síðustu tveimur kosningum.