Sigmundur Ernir í framboð fyrir Samfylkinguna

Sjónvarpsmaðurinn góðkunni, Sigmundur Ernir Rúnarsson, ætlar að sækjast eftir sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi og hefur sett stefnuna á eitt af efstu sætum listans, samkvæmt heimildum Vikudags. Sigmundur mun kynna þessa ákvörðun sína formlega fyrir eða um helgina, samkvæmt sömu heimildum.  

Kristján Möller samgönguráðherra stefnir að því að leiða lista flokksins í kjördæminu í kosningunum í vor, líkt og hann gerði fyrir síðustu kosningar. Þá mun Einar Már Sigurðarson bjóða sig fram í 2. sætið á lista flokksins en hann skipaði það sæti við síðustu alþingiskosningar. Hins vegar hefur Lára Stefánsdóttir varaþingmaður flokksins ákveðið að gefa ekki kost á sér en  hún skipaði þriðja sæti á lista flokksins í síðustu tveimur kosningum.

Nýjast