08. júní, 2010 - 11:33
Fréttir
Á síðasta fundi umhverfisráðs Akureyrarbæjar fóru fram umræður um hvort hefja eigi sérstakt umhverfisátak á árinu 2010.
Í framhaldinu samþykkti umhverfisnefnd að leggja til við nýtt framkvæmdaráð að sérstakt umhverfisátak verði frá 1.
júlí til 31. ágúst nk.
Átakinu verði beint að fyrirtækjum annars vegar og einstaklingum hins vegar. Leitað verði eftir sérstöku samstarfi við heilbrigðisfulltrúa
og hverfisnefndir.