Sendiherra Kína og sendinefnd í siglingu með Húna II

Hollvinir Húna II sitja ekki auðum höndum frekar en fyrri daginn. Þeir hafa m.a. farið 15 ferðir með grunnskólabörn á Akureyri í siglingu í haust, í tenglsum við verkefnið; Frá öngli í maga. Um  síðustu helgi fór var svo farið í siglingu með sendiherra Kína á Íslandi ásamt sendinefnd og aðilum frá Háskólanum á Akureyri og stofnun Vilhjálms Stefánssonar.  

Þá stefna Hollvinir Húna að því halda fræðslunámskeið í sjómennsku fyrir atvinnulausa í næstu viku. Um er að ræða þriggja daga námskeið, frá þriðjudegi til fimmtudags og er það haldið í samstarfi við Velfarðarvaktina og Vinnumálastofnun. Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á heimsíðunni; huni.muna.is og hjá Vinnumálastofnun.

Nýjast