SAVíkingar hefja titilvörnina í kvöld er liðið fær Björninn í heimsókn í Skautahöll Akureyrar kl. 17:30 á Íslandsmóti karla í íshokkí. Liðin áttust við í æsispennandi úrslitakeppni í fyrra sem endaði með sigri SA í fimmta leik liðanna. Liðin mættust einnig tvisvar í æfingaleik sín á milli fyrr í þessum mánuði og enduðu báðir leikirnir með sigri Bjarnarins og því má búast við hörkuleik milli þessara jöfnu liða í Skautahöllinni í kvöld.