Sandor framlengdi hjá KA

Sandor Matus, markvörður knattspyrnuliðs KA, skrifaði í gær undir þriggja ára samning við félagið. Vangaveltur voru uppi um að Sandor myndi jafnvel yfirgefa félagið en þessi öflugi markvörður ætlar sér að halda kyrru hjá þeim gulklæddu. Sandor er 34 ára gamall og var fyrirliði KA í sumar.

 

Nýjast