Samið við Gámaþjónstu Norður- lands um sorphirðu á Akureyri

Meirihluti bæjarráðs Akureyrar samþykkti á fundi sínum í morgun að ganga til samninga við Gámaþjónustu Norðurlands ehf um sorphirðu á grundvelli tilboðsins á leið A. Þar er um að ræða þriggja íláta leið. Gámaþjónusta Norðurlands átti lægsta tilboð í bæði leið A og B í útboði á dögunum.  

Fyrirtækið bauð um 762,5 milljónir króna í leið A á átta ára tímabili, eða tæplega 54% af kostnaðaráætlun, sem var upp á rúmlega 1,4 milljarða króna. Áður höfðu umhverfisnefnd og framkvæmdráð lagt til að samið yrði við Gámaþjónustu Norðurlands um leið A. Fimm fyrirtæki sendu inn tilboð og fjölmörg frávikstilboð í sorphirðu fyrir heimili á Akureyri, rekstur gámavallar og flutning á úrgangi næstu átta árin.

Nýjast