Fyrirtækið bauð um 762,5 milljónir króna í leið A á átta ára tímabili, eða tæplega 54% af kostnaðaráætlun, sem var upp á rúmlega 1,4 milljarða króna. Áður höfðu umhverfisnefnd og framkvæmdráð lagt til að samið yrði við Gámaþjónustu Norðurlands um leið A. Fimm fyrirtæki sendu inn tilboð og fjölmörg frávikstilboð í sorphirðu fyrir heimili á Akureyri, rekstur gámavallar og flutning á úrgangi næstu átta árin.