Samið verði við Gámaþjónustu Norðurlands um sorphirðu

Umhverfisnefnd Akureyrar leggur til við bæjarráð að samið verði við Gámaþjónustu Norðurlands ehf um leið A í sorphirðu á grundvelli tilboðs þeirra frá 13. apríl sl. Gámaþjónusta Norðurlands átti lægsta tilboð í báðir leiðirnar í sorphirðu. Fyrirtækið bauð um 762,5 milljónir króna í leið A á átta ára tímabili, eða tæplega 54% af kostnaðaráætlun, sem var upp á rúmlega 1,4 milljarða króna.  

Fimm fyrirtæki sendu inn tilboð og fjölmörg frávikstilboð í sorphirðu fyrir heimili á Akureyri, rekstur gámavallar og flutning á úrgangi næstu átta árin. Fyrirtækin sem sendu inn tilboð voru Íslenska Gámafélagið ehf., Gámaþjónusta Norðurlands ehf., G.V. Gröfur ehf., Gullvagninn ehf. og Árni Helgason ehf.

Nýjast