"Þetta er í þriðja skiptið á rúmu ári sem Samherji greiðir starfsfólki sínu launauppbót umfram kjarasamninga. Við ákváðum í fyrra, þegar hækkunum kjarasamninga var frestað, að bæta okkar fólki það upp með launauppbótum í formi eingreiðslna. Við viljum þakka fólkinu okkar fyrir frábært starf á liðnum vetri og vonum að veðurguðirnir sláist í lið með okkur að gera sumarið að þeim sælutíma sem það á að vera," segir Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, á vef Einingar-Iðju.
Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, fagnar þessum fréttum. „Við fögnum öllum launaaukum sem við heyrum af. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Samherji launar starfsfólki sínu með þessum hætti og eiga þeir hrós skilið fyrir það. Þetta er frábært."