Samfélags- og mannréttindaráð veitti sex aðilum styrki

Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrar samþykkti á síðasta fundi sínum að veita Hömrum útilífs- og umhverfismiðstöð, styrk að upphæð kr. 500.000 vegna útilífsskóla. Einnig samþykkti ráðið að veita St. Georgsgildinu Kvisti, styrk að upphæð kr. 200.000 vegna verkefnisins Út í veröld bjarta, sem verður helgað minningu Tryggva Þorsteinssonar skólastjóra og skátaforingja á Akureyri.  

Þá samþykkti samfélags- og mannréttindaráð að veita Áhugaljósmyndaklúbbi Akureyrar styrk að upphæð kr. 300.000 vegna húsaleigu í Kaupvangsstræti 12 og mótorhljólaklúbbnum MC Nornum styrk að upphæð kr. 50.000 til forvarnastarfs unglingadeildar. Jafnframt samþykkti ráðið að veita Femínistafélagi Íslands styrk að upphæð kr. 40.000 vegna átaksins Karlmenn segja NEI við nauðgunum og Mannréttindaskrifstofu Íslands styrk að upphæð kr. 25.000 vegna auglýsingaherferðar gegn hverskyns mismunun.

Nýjast