Sameinað sveitarfélag skal heita Hörgársveit

Fyrsti fundur í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps va haldinn í gær. Þar var ákveðið að sveitarfélagið skyldi heita Hörgársveit. Á fundinum var Hanna Rósa Sveinsdóttir kosin oddviti sveitarstjórnar og Axel Grettisson varaoddviti.  

Fundurinn hófst með ávarpi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Kristjáns L. Möller. Hann lýsti ánægju sinni með sameiningu sveitarfélaganna og óskaði nýju sveitarfélagi velfarnaðar í framtíðinni.

Nýjast