Saltið hefur reynst vel sem hálkuvörn á Akureyri

"Þetta hefur verið frekar erfiður vetur, snjór og oft mikil hálka," segir Stefán Baldursson hjá Strætisvögnum Akureyrar.  Hann segir að salt sem nú í vetur er notað með öðrum hálkuvörnum hafi reynst vel hvað vagnana varðar og heilt yfir betur en sandur.  Saltið hafi einkum verið notað á erfiðum gatnamótum og bröttum brekkum og reynst vel sem fyrr segir.   

Stefán segir Vegagerðina hafa notað saltblöndur af svipuðu tagi með ágætum árangri, m.a. hafi hún saltað vegi norðan Akureyrar, frá gatnamótum Hlíðarbrautar og Hörgárbrautar og brekku ofan við Skautahöllina með slíkri blöndu. Skiptar skoðanir eru meðal bæjarbúa um saltnotkun á götum bæjarins, en að mati Stefáns hlýtur umferðaröryggi að skipta mun meira máli en örfá saltkorn eins og hann orðar það.  Hann telur að fordómar gagnvart saltinu hafi mikið að segja um skoðanir manna í þessum efnum.

Nýjast