07. október, 2008 - 17:32
Fréttir
Guðmundur Helgi Helgason hefur safnað í gegnum tíðina ótrúlegum fjölda af salt- og piparbaukum. Þessir baukar eru nú til sýnis
í sýningarsal Amtsbókasafnsins og kennir þar margra grasa, fjölbreytnin og úrvalið mikið.
Sýningin stendur til 31. október 2008 og er opin á afgreiðslutíma Amtsbókasafnsins. Safnið er opið frá kl. 10-19 mánudag til
föstudags og frá kl. 12-17 á laugardögum en lokað er á sunnudögum.