Saga Capital hefur orðið við veðkalli Seðlabankans

Saga Capital hefur í dag orðið við veðkalli Seðlabanka Íslands frá því í gær og lagt fram viðbótarveð í formi reiðufjár og ríkisskuldabréfa í samræmi við reglur Seðlabankans. Skuldsetning Saga Capital er lítil og lausafjárstaða góð og því átti bankinn ekki í erfiðleikum með að verða við veðkalli Seðlabankans að þessu sinni.  

Veðkall Seðlabankans í gær kemur í kjölfar ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins um að skuldabréf á hendur gömlu viðskiptabönkunum þremur færu ekki yfir í nýju ríkisbankana. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital segir að sú ákvörðun Fjármálaeftirlitsins hafi komið verulega á óvart, enda kúvending á fyrri ákvörðun.  ,,Við erum að fara yfir málið og meta hugsanlegar afleiðingar, en Saga Capital er ekki í neinni hættu ef staðið er við gerða samninga. Það er ekki gott að átta sig á regluverkinu þessa dagana en ég treysti því og trúi að eftirlitsaðilar og ráðamenn séu að vinna ötullega að lausnum," segir Þorvaldur Lúðvík.

Nýjast