,,Miklar breytingar hafa orðið í íslenskum fjármálaheimi að undanförnu og í þeim sviptingum hefur sérstaða Saga Fjárfestingarbanka komið vel í ljós. Bankinn er nú eini starfandi fjárfestingarbanki landsins og við vildum einfalda nafnið þannig að það endurspeglaði enn frekar þessa sérstöðu," segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka.
Saga Fjárfestingarbanki hefur fjárfestingarbankaleyfi, starfar samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki og er undir virku eftirliti
Fjármálaeftirlitsins. Bankinn sérhæfir sig hér eftir sem hingað til í hefðbundinni fjárfestingarbankastarfsemi svo sem
fyrirtækjaráðgjöf, verðbréfamiðlun, eignaumsýslu, skuldabréfaútboðum og fjárfestingarráðgjöf til fyrirtækja,
stofnana og annarra fagfjárfesta. ,,Þótt nafnið sé einfaldað er ástæða til að undirstrika að þetta er sama fyrirtækið sem
starfað hefur undir sömu kennitölu frá upphafi, með sama góða starfsfólkinu," segir Þorvaldur Lúðvík.
Svipaður fjöldi starfsmanna hefur starfað hjá Saga Fjárfestingarbanka frá því að bankinn tók formlega til starfa árið 2007. Alls
starfa nú 37 starfsmenn hjá bankanum, 16 í Reykjavík og 21 á Akureyri.