Sævar var framkvæmdastjóri Baðhússins á árunum 1999 - 2002 og framkvæmdastjóri Sporthússins á árunum 2002 - 2008 en hann var meðal stofnenda þess fyrirtækis og stýrði uppbyggingu þess frá grunni. Frá ársbyrjun 2009 hefur hann gengt starfi íþróttafulltrúa Skagafjarðar. Verkefnisstjóri atvinnumála hjá Akureyrarbæ verður staðsettur á Akureyrarstofu og mun m.a. vinna að auknum tengslum og samstarfi bæjarins við fyrirtæki í bænum, greina og miðla upplýsingum um atvinnulífið og vinna með starfshópi um atvinnumál að mótun framtiðarstefnu bæjarins í málaflokknum. Sævar er giftur 3 barna faðir. Hann mun taka til starfa í byrjun desember.