SA Víkingum mistókst að hirða toppsætið

Björninn skellti SA Víkingum 4:3 í framlengdum leik í Skautahöll Akureyrar í kvöld á Íslandsmóti karla í íshokkí. Þar með mistókst SA Víkingum að komast í toppsæti deildarinnar en liðið er nú með 15 stig, stigi á eftir SR á toppnum. Með sigrinum í kvöld er Bjarnarmenn komnir með 11 stig í þriðja sæti deildarinnar.

Andri Mikaelsson kom SA yfir á fyrstu mínútu í kvöld en Brynjar Bergmann jafnaði fyrir Björninn áður leikhlutinn var allur. Heimamenn komust í 3:1 með tveimur mörkum í öðrum leikhluta frá þeim Jón Benedikt Gíslasyni og Birni Jakobssyni og staða SA vænlega fyrir þriðja og síðasta leikhluta.

Andri Hauksson og Matthías Skjöldur Sigurðsson sáu hins vegar til þess að leikurinn færi í framlengingu með tveimur mörkum fyrir gestina seint í þriðja leikhluta. Það var svo Úlfar Andrésson sem tryggði Birninum sigur með gullmarki efir þriggja mínútna leik í framlengingunni. 

Nýjast