SA Víkingar og SR mætast í tvígang um helgina

SA Víkingar og SR mætast í tvígang um helgina í Skautahöll Akureyrar á Íslandsmóti karla í íshokkí. Liðin mætast annars vegar í kvöld kl. 22:00 og hins vegar á morgun, laugardag kl. 19:30.

SR hefur sex stiga forskot á toppi deildarinnar með 15 stig en Víkingar hafa níu stig í öðru sæti en eiga tvo leiki til góða. Víkingar geta komið sér upp að hlið SR-inga um helgina með sigri í báðum viðureignunum.

Nýjast