SA Víkingar og SA Jötnar mætast í Skautahöllinni í kvöld

Leikur SA Víkinga og SA Jötna á Íslandsmóti karla í íshokkí sem átti að fara fram á þriðjudaginn í næstu viku, verður leikinn í kvöld í Skautahöll Akureyrar. SA Jötnar áttu að sækja Björninn heim  í kvöld á Íslandsmótinu en vegna veðurs var þeim leik frestað í dag og í kjölfarið ákveðið að setja á nágrannaslaginn á Akureyri.

Leikur SA Víkinga og SA Jötna hefst eftir leik SA Valkyrja og SA Ynja í meistaraflokki kvenna í Skautahöllinni. Sá leikur hefst kl. 19:30 og því má áætla að leikur karlaliðanna hefjist um  kl. 21:45.

Nýjast