SA Víkingar og Björninn mætast í Skautahöllinni í kvöld

SA Víkingar fá Björninn í heimsókn í kvöld á Íslandsmóti karla í íshokkí en leikurinn hefst kl. 19:30 í Skautahöll Akureyrar. SA Víkingar áttu góða nýafstaðna helgi þar sem liðið lagði SR í tvígang á heimavelli og er því að leika sinn þriðja leik á fimm dögum í kvöld. Með sigri komast Víkingar í toppsæti deildarinnar.

SA Víkingar hafa 14 stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur minna en topplið SR en norðanmenn eiga tvo leiki til góða. Björninn hefur níu stig í þriðja sæti.

Nýjast