SA Víkingar höfðu betur í toppslagnum gegn SR

SA Víkingar höfðu betur gegn SR, 4:3, er liðin mættust í Skautahöll Akureyrar í gærkvöld á Íslandsmóti karla í íshokkí. Norðanmenn skoruðu sigurmarkið eftir um hálfa mínútu í framlengingu í æsispennandi leik. Með sigrinum minnkuðu SA Víkingar forystu SR á toppnum niður í þrjú stig. Liðin mætast að nýju í kvöld kl. 19:30 á sama stað og með sigri tylla Víkingar sér upp að hlið SR-inga á toppnum.

Mörk SA Víkinga í leiknum skoruðu þeir Jón Benedikt Gíslason, Jóhann Már Leifsson, Sigurður Sveinn Sigurðssin og Hilmar Leifsson.

Mörk SR skoruðu þeir Pétur Maack, Tino Koivumaki og Tómas Ómarsson.

Nýjast