SA Valkyrjur lögðu Björninn að velli, 2:1, er liðin áttust við Egilshöllinni á Íslandsmóti kvenna í íshokkí sl. laugardag. Þetta var fyrsta viðureign liðanna í vetur eftir úrslitaeinvígið sl. vor þar sem SA sigraði eftir æsispennandi keppni.
Mörk Valkyrja skoruðu þær Díana Björgvinsdóttir og Sarah Smiley en mark Bjarnarins skoraði Ingibjörg Hjartardóttir. Valkyrjur hafa níu stig í efsta sæti deildarinnar, Björninn átta stig, SA Ynjur fjögur stig og SR rekur lestina án stiga.