Skautafélag Akureyrar mun að öllum líkindum senda tvö lið til leiks í meistaraflokki karla í íshokkí í haust. Um verður að ræða A og B-lið sem munu sameinast í eitt lið í úrslitakeppninni, komist SA þangað. Þetta sama fyrirkomulag hefur tíðkast í meistaraflokki kvenna hjá SA undanfarin ár. Það verða því væntanlega fjögur lið sem hefja leik í karlaflokki í haust.