SA Jötnar steinlágu í Egilshöllinni í kvöld

Björninn vann stórsigur gegn SA Jötnum í kvöld, 8:2, er liðin áttust við í Egilshöllinni á Íslandsmóti karla í íshokkí. Jötnar skoruðu þó fyrsta mark leiksins og það gerði Stefán Hrafnsson strax á þriðju mínútu en eftir það röðuðu heimamenn inn mörkunum. Stefán náði svo að klóra í bakkann með öðru marki í lokin.  Mörk Bjarnarins skoruðu þeir Andri Steinn Hauksson, Róbert Freyr Pálsson, Hjörtur Geir Björnsson (3), Sergei Zak, Úlfar Jón Andrésson og Matthías Skjöldur Sigurðsson. 

Nýjast