Einn leikur fer fram á Íslandsmóti karla í íshokkí í kvöld en þá mætast SA Jötnar og Björninn í Skautahöll Akureyrar kl. 19:30. Liðin eru jöfn að stigum með sex stig hvort en Björninn hefur leikið einum leik minna. Liðin áttust við fyrir viku síðan í Egilshöllinni og þá höfðu Bjarnarmenn betur 8:2 og því eiga Jötnarnir harma að hefna í kvöld.