SA Jötnar og Björninn mætast í Skautahöllinni í kvöld

Einn leikur fer fram á Íslandsmóti karla í íshokkí í kvöld þegar Björninn sækir SA Jötna heim í Skautahöll Akureyrar kl. 17:30. Um síðustu helgi lögðu SA Víkingar Björninn 6:3 að velli og spurning hvort Jötnarnir nái að fylgja í fótspor þeirra. Jötnarnir sigruðu SR á útivelli í fyrstu umferðinni og því til alls líklegir á heimavelli. Jötnarnir fá fjóra leikmenn að láni frá Víkingunum fyrir leikinn í kvöld.

Nýjast