12. nóvember, 2010 - 13:00
Fréttir
Jón Heiðar Daðason starfsmaður húsnæðisdeildar kynnti stöðu biðlista eftir félagslegum leiguíbúðum á fundi
félagsmálaráðs Akureyrar í vikunni. Umsóknir á þessu ári eru orðnar 156 talsins sem er 20 til 30 umsóknum fleiri en hafa
verið á ári undanfarin ár. Úthlutað hefur verið 84 sinnum sem einnig er aukning frá fyrri árum.
Á biðlista nú eru 104, þar af eru 12 sem óska eftir flutningi. Alls bíða 58 eftir tveggja herbergja íbúð, þar af eru 40
umsækjendur taldir þurfa sértæk úrræði.